Almennir viðskiptaskilmálar Vefhjálpar

Skilmálar fyrir vefhýsingu, vefumsjón, netþjóna og aðrar vefþjónustur í rekstri Vefhjálpar.

1. Inngangur

Þessir almennu viðskiptaskilmálar gilda um öll viðskipti og þjónustu sem Vefhjálp ehf., kt. 0103872139, (hér eftir nefnt VEFHJÁLP) veitir viðskiptavinum sínum, nema annað sé sérstaklega samið um með skriflegum hætti.

Með því að nota þjónustu VEFHJÁLP samþykkir viðskiptavinur þessa skilmála. Skilmálarnir geta tekið breytingum og taka breytingar gildi með 30 daga fyrirvara, m.a. með tilkynningu á vefnum vefhjalp.is eða með tölvupósti.

2. Skilgreiningar

Í skilmálum þessum hafa eftirfarandi hugtök eftirfarandi merkingu:

  • Áskriftarþjónustur – endurteknar þjónustur gegn mánaðargjaldi, t.d. vefhýsing, vefumsjón, netþjónar, SSL-/DNS-umsjón og öryggisvöktun.
  • Hugbúnaður – allur hugbúnaður, kóði og lausnir sem VEFHJÁLP þróar eða rekur, þar með talið sérsmíðað vefkerfi, stjórnborð og sjálfvirknilausnir.
  • Rétthafi – skráður kaupandi og greiðandi þjónustu eða hugbúnaðar frá VEFHJÁLP.
  • Samningur – hvers kyns samkomulag milli VEFHJÁLP og viðskiptavinar, m.a. samþykkt tilboð, pöntun eða rafrænn samningur.
  • Verkkaupi – einstaklingur eða lögaðili sem kaupir þjónustu af VEFHJÁLP.
  • Vara / Þjónusta – vefhýsing, lén, netþjónar, vefkerfi, ráðgjöf, sérsmíði og önnur þjónusta sem VEFHJÁLP veitir.

3. Gildissvið og forgangsröðun

Skilmálar þessir ná til allra samninga, þjónustu og tilboða VEFHJÁLP. Þar sem til staðar eru sértækir skilmálar eða viðaukar, ganga þeir framar ákvæðum þessara almennu skilmála.

Við misræmi gildir eftirfarandi forgangsröð:

  1. Undirritaður samningur milli aðila
  2. Samningsviðaukar og sértækir þjónustuskilmálar
  3. Samþykkt tilboð eða pöntunarskjöl
  4. Almennir viðskiptaskilmálar VEFHJÁLP (þessi síða)

Um viðskipti við neytendur (einstaklinga utan atvinnurekstrar) gilda ákvæði neytendaréttar, m.a. laga um neytendakaup og fjarsölulaga, eftir því sem við á.

4. Samningstími og uppsögn

4.1 Komast á samning

Samningur telst kominn á þegar:

  • skriflegur samningur hefur verið undirritaður, eða
  • tilboð VEFHJÁLP hefur verið samþykkt í tölvupósti eða rafrænt, eða
  • viðskiptavinur hefur hafið notkun á þjónustu sem bundin er þessum skilmálum.

4.2 Gildistími

Sé ekki annað tekið fram í samningi gildir þjónustusamningur í 12 mánuði frá upphafsdegi og er óuppsegjanlegur á því tímabili. Að 12 mánuðum liðnum framlengist samningur um 12 mánuði í senn, með uppsagnarfresti skv. 4.3.

4.3 Uppsagnarfrestur

Nema annað sé sérstaklega samið er uppsagnarfrestur samninga 3 mánuðir og tekur uppsögn gildi við næstu mánaðamót eftir að hún berst skriflega.

Fyrir áskriftarþjónustur (vefhýsingu, netþjóna, vefumsjón, SSL/DNS o.fl.) gildir almennt 1 mánaðar uppsagnarfrestur frá næstu mánaðamótum, nema binditími sé lengri.

5. Greiðsluskilmálar

5.1 Gjaldskrá

VEFHJÁLP heldur gjaldskrá fyrir helstu þjónustur og tímagjöld. Gjaldskrá getur tekið breytingum með minnst 30 daga fyrirvara og eru viðskiptavinir upplýstir m.a. í gegnum vefinn eða tölvupóst.

5.2 Gjalddagi og eindagi

Gjalddagi áskriftarþjónustu er að jafnaði 1. dagur hvers mánaðar fyrir þann mánuð sem þjónustan er veitt. Eindagi er að jafnaði allt að 20 dögum eftir gjalddaga.

5.3 Vanskil

Ef reikningur er ekki greiddur við eindaga bætast við dráttarvextir og innheimtukostnaður. Sé reikningur ógreiddur meira en 30 dögum eftir eindaga áskilur VEFHJÁLP sér rétt til að:

  • loka tímabundið á þjónustu, og/eða
  • loka alfarið og eyða gögnum eftir tilkynningu, í samræmi við flokk þjónustu.

6. Aukaverk og tímagjald

Aukaverk eru öll verk sem ekki falla innan samþykkts samnings eða tilboðs, m.a. sérsmíði, viðbótarbreytingar, bilanaleit, ráðgjöf og kennsla.

Slík verk eru innheimt samkvæmt gildandi tímagjaldi VEFHJÁLP, nema annað hafi verið samið. VEFHJÁLP getur skilgreint lágmarkseiningar (t.d. 30 mínútur í fjarvinnu, 2 klst í útkalli).

7. Vefhýsing, lén og netþjónar

7.1 Efni og ábyrgð viðskiptavinar

Viðskiptavinur ber einn ábyrgð á öllu efni sem er vistað á vef- og netþjónum VEFHJÁLP, þar á meðal texta, myndum, skrám, gagnagrunnum og kóða. Óheimilt er að hýsa ólöglegt efni, spilliforrit, hatursorðræðu, óumbeðnar markpóstherferðir eða annað sem brýtur gegn lögum eða góðum viðskiptaháttum.

VEFHJÁLP áskilur sér rétt til að loka á vef eða þjónustu tafarlaust ef grunur leikur á brotum á lögum eða þessum skilmálum.

7.2 Notkun á auðlindum

Viðskiptavinum er óheimilt að ofkeyra innviði VEFHJÁLP, t.d. með massívri bandvíddarnotkun, misnotkun gagnageymslu eða tölvuafls, án þess að samið hafi verið um það sérstaklega.

VEFHJÁLP getur gert tillögu um uppfærslu á pakka eða takmarkað auðlindanotkun ef hún er umfram það sem sanngjarnt má telja fyrir viðkomandi þjónustuflokk.

7.3 Lén

Lén eru yfirleitt skráð hjá þriðju aðila lénaskráningaraðilum. VEFHJÁLP getur aðstoðað við skráningu og uppsetningu en viðskiptavinur ber ábyrgð á:

  • réttum skráningarupplýsingum,
  • að greiða fyrir lén tímanlega,
  • að óska eftir breytingum eða flutningi séu þess óskað.

Lénaskráning er almennt ekki endurgreiðanleg eftir að skráning hefur átt sér stað.

8. Notendaaðgangar og öryggi

Viðskiptavinur ber ábyrgð á að varðveita aðgangsorð örugglega og deila ekki aðgöngum með óviðkomandi aðilum. Allar beiðnir um breytingar eða lokun á þjónustu þurfa að koma frá skráðum tengilið eða aðila með umboð.

Glatist aðgangsorð getur VEFHJÁLP aðstoðað við endurstillingu aðgangs. Slík vinna telst almennt aukaverk ef hún krefst sértækrar vinnu umfram hefðbundna sjálfvirka lykilorðs-endurstillingu.

9. Upplýsingaöryggi og persónuvernd

VEFHJÁLP vinnur með persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og GDPR. Nánari útfærsla á því hvernig unnið er með gögn, þar á meðal notkun á Google Analytics og kökum, kemur fram í persónuverndarstefnu Vefhjálpar.

Kerfi og gögn eru vistuð í viðeigandi gagnaverum og nýttar eru tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að draga úr líkum á ólögmætum aðgangi, misnotkun eða glötun gagna.

10. Ábyrgðartakmarkanir

Bótaskylda VEFHJÁLP takmarkast við beint tjón sem sanngjarnt er að gera ráð fyrir að hljótist af vanefnd. VEFHJÁLP ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni, rekstrartapi, tapaðri veltu eða tjóni gagnvart þriðju aðilum.

VEFHJÁLP ber m.a. ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til:

  • truflana í rafmagni eða fjarskiptum,
  • bilana eða breytinga hjá þriðju aðila (t.d. skráningaraðilum, hýsingaraðilum, Cloudflare o.fl.),
  • rangrar eða ólögmætrar notkunar viðskiptavinar,
  • force majeure atvika, svo sem náttúruhamfara, stríðsátaka, verkfalla eða stjórnvaldsákvarðana.

11. Varðveisla og afhending gagna við samningslok

Þegar þjónustu lýkur eða samningi er slitið er VEFHJÁLP ekki skylt að varðveita gögn viðskiptavinar nema sérstaklega hafi verið samið um það. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á að óska eftir útflutningi eða afhendingu gagna áður en þjónusta er formlega lokið.

Vinna vegna útflutnings eða frágangs gagna við samningslok telst aukaverk og er innheimt samkvæmt tímagjaldi.

12. Neytendur, skilaréttur og endurgreiðslur

Þegar neytandi kaupir þjónustu eða áskrift hjá VEFHJÁLP gilda ákvæði laga um neytendakaup og fjarsölulaga eftir því sem við á. Í flestum tilvikum hefur neytandi 14 daga skilarétt, en eftirfarandi undantekningar geta átt við:

  • Lén sem hafa verið skráð eru ekki endurgreiðanleg.
  • Þjónusta sem þegar hefur verið fullunnin eða að verulegu leyti framkvæmd fellur almennt utan skilaréttar.
  • Hýsing og aðgangur að netþjónum telst nýtt þegar þjónustan hefur verið virkjuð og notkun hafin.

Beiðnir um endurgreiðslu skulu berast skriflega á netfang VEFHJÁLP og eru metnar í samræmi við gildandi lög og samningsskilmála.

13. Trúnaður

Samningsaðilar skuldbinda sig til að gæta trúnaðar um upplýsingar sem þeir fá um gagnaðila og sanngjarnt er að ætla að séu trúnaðarmál. Trúnaðarskylda helst áfram eftir að samningi lýkur.

14. Riftun

Hvorum aðila um sig er heimilt að rifta samningi við verulegar vanefndir gagnaðila. Riftun skal vera skrifleg, rökstudd og send með sannanlegum hætti. Um nánari skilyrði riftunar gilda almennar reglur kröfuréttar.

15. Varnarþing

Rísi ágreiningur sem ekki tekst að leysa með samkomulagi skal mál höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, nema aðilar semji um annað.


Þessir skilmálar geta tekið breytingum. Nýjustu útgáfu er ávallt að finna á þessari síðu.